Lærðu að taka betri myndir á snjallsímann þinn

Langar þig að læra að taka betri myndir á símann þinn eða myndavélina ?  Lykillinn að betri myndum er oft ekki flóknara en það að fylgja nokkrum einföldum reglum, varðandi myndbyggingu, stillingar og fleira sem við förum yfir á þessu námskeiði.

Við kennum þér undirstöðuatriðin og með því að tileinka þér þau munu myndirnar þínar klárlega verða betri!

Hvað lærum við ?

Á námskeiðinu förum við yfir hvernig er hægt að nota snjallsímann til að fanga betri myndir og varðveita þær.  Á námskeiðinu sjáum við mikið af dæmum, við prófum okkur áfram með að taka myndir og förum einnig í létta myndvinnslu.  Hér eru nokkur atriði sem við förum yfir á námskeiðinu.  Athugið að hér er ekki gert ráð fyrir að fólk hafi einhvern grunn í ljósmyndun.  Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og þeim sem vilja styrkja sig í grunnatriðum ljósmyndunar.

Hvernig fer námskeiðið fram ?

Við fræðumst

Við förum yfir helstu grunnatriði ljósmyndunar í formi fyrirlestra og fræðslu. Þannig leggjum við grunninn að betri myndum.

Við tökum myndir

Við æfum okkur í þeim grunnatriðum sem við höfum lært og styrkjum þannig grunninn okkar.

Við skoðum myndir

Við skoðum myndir og förum yfir hvað er gott við þær og hvað væri mögulega hægt að gera betur.

Við gerum tilraunir

Við prófum mismunandi aðferðir til að taka myndir og reynum að uppgötva eitthvað nýtt!

Við höfum gaman

Við tölum saman, deilum reynslu okkar og spyrjum spurninga. Og umfram allt, höfum gaman!

Ljósmyndalabb

Öllum námskeiðum fylgir "ljósmyndalabb" þar sem við komum saman og tökum léttan göngutúr og tökum myndir, tölum saman og lærum hvort af öðru.

Kennari á námskeiðinu er Bent Marinósson en hann er margreyndur ljósmyndari með mikla reynslu af allskonar myndatökum. Hann hefur einnig ferðast víða um Ísland við kennslu og í ljósmyndaferðum þar sem hann hefur leiðbeint íslendingum jafnt sem erlendum aðilum sem hafa komið langt að. Auk þess sem myndir eftir hann hafa birst í blöðum og bókum víðsvegar um heim.

Dæmi um snjallsímamyndir

Næstu námskeið í boði

Ferðafélag Íslands 13., 14. og 18. ágúst

Betri snjallsímamyndir

betri-snjallsimamyndir-600x600

Ferðafélag Íslands 13., 14. og 18. ágúst

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði í ljósmyndun með snjallsímum, myndvinnslu ofl.

Staðsetning: Ferðafélag Íslands, Mörkin 6, 108 Reykjavík
Dagsetning:
Miðvikudag 13. ágúst – kl. 18:30 – 20:30
Fimmtudagur 14. ágúst – kl. 18:30 – 20:30
Mánudagur 18. ágúst – kl. 18:30 – 20:30

Verð kr. 25.000
Ath verð kr. 20.000 fyrir FÍ félaga

Ath. flest stéttarfélög styrkja þátttöku námskeiða.

Svör við algengum spurningum

Hér finnur þú svör við algengustu spurningum sem við höfum fengið varðandi námskeiðin – ekki hika við að hafa samband ef þú ert með nánari spurningar!

Þarf ég að kunna eitthvað áður?

Nei. Námskeiðið er sérstaklega hannað fyrir fullkomna byrjendur og þá sem vilja fá skýra innsýn í hvernig hægt er að taka betri myndir með símanum sínum.

Nei! Námskeiðið hentar öllum tegundum snjallsíma – hvort sem þú ert með iPhone, Android, Samsung, Huawei, Google Pixel eða eitthvað allt annað. Við einblínum á ljósmyndunartækni og grunnatriði, ekki sérstök öpp eða stýrikerfi.

Þú þarft bara snjallsíma með myndavél og nóg pláss til að taka og geyma myndir. Ef þú ert að taka þátt í fjarnámi þarftu einnig að geta tengst Zoom og sent inn myndir rafrænt (t.d. með símanum eða í gegnum tölvu eða spjaldtölvu).

Á námskeiðinu lærum við að taka fjölbreyttar gerðir mynda, allt frá landslagsmyndum og andlitsmyndum yfir í nærmyndir af smáatriðum (macro). Við skoðum hvernig hægt er að vinna með ljós og skugga á skapandi hátt og lærum að segja sjónrænar sögur í gegnum myndirnar okkar. Ef áhugi er fyrir hendi förum við einnig yfir sérstakar áskoranir eins og að mynda norðurljósin og önnur krefjandi viðfangsefni.

Við skoðum helstu stillingar sem flestir símar hafa, en námskeiðið einblínir fyrst og fremst á hvernig á að sjá fyrir myndina, hugmyndavinnu og taka betri myndir – þ.e. myndbyggingu, lýsingu, sjónarhorn, samspil lita og margt fleira. Við notum einfaldar aðferðir sem virka á öllum símum.

Það er skemmtileg æfing þar sem við förum út að mynda saman, prófum það sem við lærðum og ræðum hvernig hægt er að taka betri myndir í raunverulegum aðstæðum.

Já, flest stéttarfélög styrkja þátttöku í námskeiðum.  Hafðu samband við þitt félag til að athuga með styrki.

Skráning á námskeið

Til að tryggja þér pláss á námskeið þá skráir þú upplýsingar um þig hér.  Við sendum þér svo staðfestingu í tölvupósti ásamt greiðsluupplýsingum.  Vinsamlegast athugið, það er takmarkað pláss í boði, 16 manns hámark.